Fölsun stafrænna ökuskírteina

Frá skjáskotum að fullkomnum eftirlíkingum, prófaðu að falsa fyrstu útgáfu stafrænna ökuskírteina


Um verkefnin

Ambaga hefur útbúið fjögur verkefni sem sýna þær aðferðir sem unnt var að beita til að falsa fyrstu útgáfu stafrænna ökuskírteina. Frá einföldum skjáskotum og upp í fullkomnar eftirlíkingar sem ómögulegt var að greina frá þeim raunverulegu.

Þessi verkefni, sem ætluð til fræðslu og þjálfunar, fylgja bloggi Ambögu um stafræn ökuskírteini. Við mælum eindregið með að byrja á að lesa það áður en haldið er í að leysa verkefnin.

Sagan

Þríburarnir Ripp, Rapp og Rupp hafa enn ekki náð bílprófsaldri en þá langar, engu að síður, að komast inn á nýjasta skemmtistað bæjarins, Ambarinn. Aldurstakmark staðarins er 20 ár, en þeir láta það þó ekki stoppa sig. Þeir þurfa á þinni aðstoð að halda til að falsa skilríki á sannfærandi hátt til að komast inn. Þeir hafa náð að komast yfir stafrænt ökuskírteini Mikka frænda sem ætti að geta hjálpað. Dyravörður Ambarsins er sífellt að læra betur á stafrænu ökuskírteinin. Þannig verður sífellt meira krefjandi að útbúa nógu sannfærandi fölsun til að komast inn.